Sany lestin á hringferð - Elfoss

Sany lestin á hringferð

Sany lestin lagði af stað með 2ja-5 tonna gröfur sunnudaginn 17. desember og lenti á Höfn í Hornafirði þann 19. desember. Höfn var fyrsti áfangastaðurinn í þessari hringferð þar sem ungir sem aldnir fengu að skoða og prufa Sany vinnuvélarnar.

Næsti áfangastaður var Egilsstaðir, svo lá leiðin okkar til Akureyrar og að lokum Ísafjörður sem tók vel á móti okkur með fallegum jólasnjó.

Á leið okkar til Ísafjarðar var stoppað á Hólmavík seint um kvöld þar sem biðu okkar nokkrir hressir menn og prufuðu minni gröfurnar.

Þegar leið undir lok hringferðarinnar var farið að minnka á bílnum þar sem tvær af vélunum voru þegar seldar og nýttum við tækifærið og afhentum Rúnari Bragasyni á Neðra Vatnshorni við Hvammstanga SANY SY35U tæp 4 tonna vél og svo Jóni Árnasyni á Skipaskaga við Akranes Hestabónda nýja SANY SY50U 5,3 tonn. 

Við viljum þakka fyrir frábærar viðtökur í fyrstu hringferðinni okkar og erum við strax farin að hlakka til næstu hringferðar !

Sany Hringferð

 

Leitaðu af vöru